Meirihluti stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum og lífeyrissjóðum telur að lög um 40% lágmarkshlutfall annars kyns í stjórnum muni ekki hafa nein áhrif á mismunandi atriði í rekstri viðkomandi fyrirtækis eða sjóðs.

Í stjórnarkönnun KPMG voru stjórnarmenn inntir svara um hvaða áhrif þeir telja að reglan muni hafa á fyrirtækjamenningu, kynjahlutfall æðstu stjórnenda, ímynd fyrirtækis, rekstrarafkomu og stjórnarstörf fyrirtækisins eða sjóðsins.

Í öllum flokkunum fimm telur meirihluti stjórnarmanna að reglan muni ekki hafa nein áhrif. Um 55% telja að hún muni ekki hafa nein áhrif á ímynd fyrirtækisins og 56% telja að hún muni ekki hafa áhrif á fyrirtækjamenningu, en þetta eru þó þeir tveir flokkar sem stjórnarmenn eru hvað jákvæðastir með. Heil 78% stjórnenda telja að 40% reglan muni ekki hafa nein áhrif á rekstrarafkomu fyrirtækisins eða sjóðsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.