Stjórnarmönnum  í Íslandsbanka hefur verið fjölgað úr sjö í níu. Helga Valfells og Þóranna Jónsdóttir taka sæti í aðalstjórn Íslandsbanka, en hluthafafundur hefur samþykkt stjórnarbreytinguna. Þóranna Jónsdóttir var áður varamaður í stjórn bankans og Gunnar Fjalar Helgason tekur hennar sæti í varastjórn.

Helga Valfells er fulltrúi ISB Holding og Þóranna Jónsdóttir, fulltrúi Bankasýslu Ríkisins. Gunnar Fjalar Helgason tekur sæti Þórönnu, sem fulltrúi Bankasýslunnar í varastjórn bankans.