Forystumenn þýska Jafnaðarmannaflokksins samþykktu síðdegis í gær að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna við við Kristilega demókrata, flokk Angelu Merkel kanslara.

Kristilegi demókrataflokkurinn hlaut langflest atkvæði í kosningunum í Þýskalandi á dögunum og héldu stjórnmálaskýrendur um tíma að flokkurinn næði hreinum meirihluta.

Næstum helmingur Þjóðverja er fylgjandi stjórnarsamstarfi Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna