*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 4. febrúar 2019 09:06

Stjórnarskráin trompar ESB reglugerð

Lögreglan hafi ekki heimild til að kyrrsetja atvinnubílstjóra án endurmenntunar að kröfu ESB því atvinnurétturinn sé varinn.

Ritstjórn
Ekki verður lengur hægt að stöðva rútu- eða vöruflutningabílstjóra sem ekki hafa hlotið endurmenntun að kröfu ESB.
Aðsend mynd

Vegna krafna frá Evrópu voru sett ákvæði um að réttindaökumenn stórra bíla til farþega- og vöruflutninga fari í endurmenntun árið 2015. Nú telur ráðuneytið kyrrsetningu bílstjóranna byggt á ákvæðinu stangast á við stjórnarskrá að því er Morgunblaðið greinir frá.

Við lagabreytinguna var nefnilega sett inn bráðabirgðaákvæði um að endurmenntun bílstjóranna þyrfti að vera lokið fyrir 10. september síðastliðin. Hefur lögreglan síðan þá stöðvað bílstjóra, sektað þá, og hótað kyrrsetningu og afturköllun ökuréttinda, ef hafa ekki farið í endurmenntunina.

Hefur dómsmálaráðuneytið nú lagt til við ríkislögreglustjóra að ökuréttindin verði ekki afturkölluð þó þeir aki án endurmenntunar. Ráðuneytið hefði, ásamt samgönguráðuneytinu, komist að þeirri niðurstöðu að það bryti á stjórnarskrárvörðum atvinnuréttindum bílstjóranna. 

Afturköllun réttindanna yrði því að vera háð afar ströngum skilyrðum, en um er að ræða bílstjóra sem hafi þegar fengið ökuskírteini til fimm ára fyrir 10. september síðastliðinn.

Samgönguráðuneytið segir þó kröfuna um endurmenntun í fullu gildi, henni þurfi nú einungis að vera lokið áður en endurnýja þurfi ökuskírteinin. Engin ný skírteini verði gefin út fyrr en viðkomandi hafi hlotið endurmenntun.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is