Hugmyndir um að skattleggja áunninn séreignarsparnað standast engan veginn gagnvart ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði og mannréttindi, friðhelgi eignarréttar og skattamál.

Þetta er niðurstaða álitsgerðar sem hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur unnið að ósk Landssamtaka lífeyrissjóða vegna þeirra hugmynda sem fram hafa komið og fela í sér að breyta skattlagningu séreignarsparnaðar og skattleggja þegar uppsafnaða inneign en ekki við útgreiðslur.

Landssamtök lífeyrissjóða hafa varað við þessum hugmyndum og bent á að þær geti haft mjög skaðleg áhrif á lífeyriskerfið og vilja einstaklinga til að leggja fyrir aukalega til eftirlaunaáranna.

Að mati Einars gæti breytingin rýrt séreignasparnað, dregið úr sparnaði og veikt sjálft lífeyriskerfið.

Nánar um álitsgerð Einars