Tólf af æðstu stjórnendun Borgunar seldu í ágúst sl. 36% af hlut sínum í fyrirtækinu án þess að gera fyrirvara um mögulegan hagnað af sölu Visa Europe til Visa International.

Mikil umræða er búin að vera undanfarið um sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu Borgun í nóvember 2014. Landsbankinn hefur m.a. verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki gert fyrirvara um viðbótargreiðslur vegna sölu á Visa Europe, en borgun á rétt á greiðslum vegna sölunnar.

Stjórnandi Borgunar, Haukur Oddsson segir í samtali við DV að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekkert heyrt af frágangi sölunnar á Visa Europe fyrr en í nóvember í fyrra. Hann staðhæfir að hann, eða aðrir tengdir fyrirtækinu hafi ekki haft neinar innherjaupplýsingar varðandi söluna á Visa Europe.

Landsbankinn hefur svarar gagnrýni á verklag bankans með því að opna upplýsingasíðu um málið.