*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 9. mars 2017 14:33

Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi - myndir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti í gær stjórnendaverðlaun Stjórnvísi við hátíðlega athöfn á Grand hótel.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent í gær við hátíðlega athöfn á Grand hótel, og hlutu þau Eyrún Eggertsdóttir, Hafsteinn Bragason, Þóra Björk Þórisdóttir og Margrét Guðmundsdóttir verðlaunin fyrir árið 2017.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin, en Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landsspítalans, kynnti niðurstöður dómnefndar, en hún var formaður hennar.

Eyrun Eggertsdóttir, sem er stofnandi Róró, fékk verðlaunin í flokki frumkvöðla.

Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka, fékk verðlaunin í flokki millistjórnenda.

Þóra Björk Þórisdóttir fékk verðlaunin í flokki yfirstjórnenda, en hún er forstjóri Nordic Visitor.

Margrét Guðmundsdóttir, sem er fyrrverandi forstjóri Icepharma hf. og núverandi stjórnarformaður N1, hlaut loks sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til stjórnunar.