Stjórn­end­ur alþjóðlega sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Acta­vis fá vegna kaupa á lyfjafyrirtækinu Forest Laboratories að hámarki 186 millj­ón Banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur rúm­lega 21 millj­arði króna.

Yfirmenn munu fá stórar greiðslur vegna kaupanna. Greiðslurnar eru hluti af samruna verðlaununum. Brenton Saunders, nýráðinn for­stjóri sam­steyp­unn­ar, fær 15 millj­ón dali, en get­ur fengið allt að 68,5 millj­ón­ir ef fyr­ir­tækið nær þeim mark­miðum sem hafa verið sett. Paul Bisaro, stjórn­ar­formaður­inn, fær einnig 15 millj­ón­ir strax, en ef mark­mið nást fer upp­hæðin upp í 49,6 millj­ón­ir. Aðrir stjórn­end­ur fyrirtækisins fá 5 millj­ón­ir strax, en allt að 18,4 millj­ón­ir ná­ist mark­miðin.

Actavis keypti Forest Laboratories á 25 milljarða Bandaríkjadala,  sem svar­ar til rúm­lega 2.800 millj­arða króna, fyrr á þessu ári.