Danska Bankasýslan (d. Finansiel Stabilitet) hefur ákveðið að fara í skaðabótamál gegn æðstu stjórnendum Amagerbankans. Þetta kemur fram í danska viðskiptablaðinu Börsen í dag.

Amagerbankinn fór á hausinn fyrir rúmu ári og tók Bankasýslan rekstur hans yfir. Bankinn var meðal elstu bankastofnanna í Danmörku.

Um tíu manns verða krafðir um skaðabætur. Bankasýslan vill ekki gefa upp kröfufjárhæðina og kemur hún því ekki í ljós fyrr málið fer fyrir dóm.

Endurskoðendur bankans verða ekki krafðir um skaðabætur.