Stjórnendur AMR, móðurfélags bandaríska flugfélagsins America Airlines, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeir hafi móttekið bréf forstjóra FL Group og að þeir kunni að meta "tillögur frá hluthöfum".

"Stjórn og stjórnendur félagsins taka með reglubundnum hætti til skoðunar allar eignir og fjárfestingar félagsins og meta hvaða áhrif breytingar þar á hafa gagnvart hluthöfum til langs tíma litið," segir í tilkynningu félagsins sem send var til fjölmiðla í tölvupósti í gær.