Danski Andelskasser bankinn, eða DAB hefur verið kærður fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu júlí til nóvember 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til dönsku kauphallarinnar. Bankinn neitar ásökunum og segir í tilkynningu að unnið verði með yfirvöldum að því að því að skýra málið.

Fjármálaeftirlitið telur að bankinn hafi haldið uppi verði á hlutabréfum í bankanum eftir að hann var skráður í dönsku auphöllina. Þetta hafi bankinn gert með því að eiga viðskipti með eigin bréf á tímabilinu 7. júlí til 11. nóvember.

Frá 10 janúar hefur annar banki verið viðskiptavaki með bréf Andelskassers bankans í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Nánari fréttir um málið eru á vef Börsen.