Reimar Pétursson og Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjórar Atorka Group hf, hafa í dag keypt 35.000.000 hluti hvor í félaginu á genginu 6,05 eða tæplega 212 milljónir hvor að markaðsvirði. Kaupin eru gerð í nafni eignarhaldsfélaga í eigu þeirra, Reimar Pétursson ehf. og Hnota ehf. Heildareign þeirra í gegnum umrædd eignarhaldsfélög eftir viðskiptin er 35.000.000 hlutir hvor. Framkvæmdastjórunum er skylt að eiga hlutina í 1 til 3 ár.

Samhliða þessum viðskiptum hefur félagið veitt framkvæmdastjórunum sölurétt á 35.000.000 hlutum hvorum sem ver þá fyrir mögulegu tapi af þessum viðskiptum.