Stjórnendur fyrirtækja eru svartsýnir þegar þeir eru spurðir um viðhorf til þróunar atvinnulífsins og fjármálakerfisins, samkvæmt stjórnendakönnun MMR og Viðskiptablaðsins. Um 630 einstaklingar í 450 fyrirtækjum tóku þátt í könnuninni.

Um helmingur var mjög svartsýnn eða frekar svartsýnn á þróun atvinnulífsins. Þegar spurt var um fjármálakerfið var hlutfall svartsýnna hærra, eða um 63%.

Þróun fjármálakerfisins samkvæmt stjórnendakönnun MMR
Þróun fjármálakerfisins samkvæmt stjórnendakönnun MMR
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Þróun fjármálakerfisins samkvæmt stjórnendakönnun MMR
Þróun fjármálakerfisins samkvæmt stjórnendakönnun MMR

Stækka má myndina með því að smella á hana.


Það er þó ekki svo að menn sjái aðeins svartnætti framundan. Eftirtektarvert er að þegar stjórnendurnir voru spurðir út í þróun mála hjá fyrirtækjum þeirra sjálfra kom annað hljóð í strokkinn. Svo mjög að dæmið snýst nánast við.

Þróun eigin fyrirtækis samkvæmt stjórnendakönnun MMR
Þróun eigin fyrirtækis samkvæmt stjórnendakönnun MMR

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Þá er helmingurinn frekar bjartsýnn og rúm 8% eru mjög bjartsýn, samtals tæp 60%. Líkt og í meðaltali hinna spurninganna kveðst um fjórðungur vera hvorki svartsýnn né bjartsýnn, en aðeins rúm 17% eru svartsýn, þar af aðeins um 3% mjög svartsýn.

Það hlýtur að teljast góðs viti, jafnvel þó svo ráð sé fyrir því gert að margir svarendur kunni að vera óhóflega bjartsýnir.