Saltmálið er einkennilegt í ljóst þess að það var ekki ætlað til matvælaframleiðslu. Og má þá gilda einu hvort það sé skaðlegt eða ekki – neytandinn á að njóta vafans, að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, rektors Háskólans á Bifröst. Hún segir að í vaxandi mæli sé sú krafa gerð til stjórnenda fyrirtækja að þeir láti sig gott siðferði, samfélagið og almannahagsmuni varða.

Bryndís Hlöðversdóttir tekur við starfi rektors
Bryndís Hlöðversdóttir tekur við starfi rektors
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Bryndís bendir á það í aðsendri grein í Viðskiptablaðinu að háskólar gegni hér lykilhlutverki. Þeir mennti forystufólk í viðskiptalífi og viðskiptaháskólar leggi orðið síaukna áherslu á samfélagsábyrgð fyrirtækja, þar sem hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, siðfræði og góðir stjórnarhættir eru gegnumgangandi þættir í náminu.

Í grein Bryndísar segir m.a.: „Í tengslum við áratug SÞ um menntun til sjálfbærrar þróunar hefur verið komið á fót sameiginlegu átaki þeirra menntastofnana sem vilja vinna markvisst að því að mennta ábyrga stjórnendur (PRME – Principles for responsible management education). Með þátttöku í átakinu svara háskólar þeirri gagnrýni sem hefur verið hávær eftir að efnhagskreppan skall á, að þeir hafi menntað stjórnendur sem hafi ekki sýnt gott siðferði og ábyrgð, en látið skammtímasjónarmið og sérhagsmuni ráða för í störfum sínum.“

Grein Bryndísar Hlöðversdóttur