Lögreglan í Sviss hefur handtók í morgun, kl. 06 að svissneskum tíma, sex háttsetta stjórnendur FIFA, alþjóða knattspyrnuhreyfingarinnar, vegna gruns um spillingu. Voru handtökurnar framkvæmdar að beiðni bandarískra stjórnvalda og verða þeir að líkindum framseldir til Bandaríkjanna, samkvæmt frétt BBC News .

Meðal þeirra sem handteknir hafa verið er varaforseti FIFA, en mennirnir eru grunaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. Fjárhæðirnar sem um ræðir eru taldar nema hundruðum milljónum dala.

Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki talinn vera á meðal hinna handteknu. FIFA hefur boðað til blaðamannafundar vegna málsins sem hefst kl. 09 að íslenskum tíma.