Í Vegvísi Landsbankans í dag er sagt frá því að yfirmenn útibús Føroya Bank [ FO-BANK ] í Kaupmannahöfn hafa látið af störfum.

„Tilkynningin kemur nokkuð á óvart þar sem starfsemi bankans í Danmörku er nýkomin á laggirnar. Gert var ráð fyrir því að danska útibúið myndi eiga umtalsverðan þátt í vexti þóknanatekna næstu misseri,“ segir í Vegvísi.

Þeir yfirmenn sem um ræðir eru Carlo Chow, fyrrverandi forstjóri Bank Trelleborg, og Kim Linneman, yfirmaður fyrirtækjasviðs.

Føroya Banki hefur skipað Johnny í Grótinum framkvæmdastjóra útibúsins í Danmörku tímabundið, en hann var áður framkvæmdastjóri fjárfestingatengsla.

Hann mun nú einbeita sér að því að leita eftirmanna Chow og Linneman.