Þjóðverjar eru orðnir fremur svartsýnir á horfur í efnahagsmálum, ef marka má niðurstöður síðustu mælingu væntingavísitölu Ifo-stofnunarinnar í Þýskalandi. Vísitalan mælir væntingar stjórnenda hjá þýskum fyrirtækjum.

Vísitalan hefur lækkað fimm mánuði í röð og stendur nú í 101,4 stigum. Hún var 102,3 stig í síðasta mánuði. Niðurstaðan er undir meðalspá Reuters-fréttastofunnar, sem gerði ráð fyrir því að vísitalan myndi hækka lítillega án þess þó að fara yfir 103 stigin. Skuldavandi Evrópu og aðgerðirnar, sem sumir telja mistækar, til að slá á hann, hefur dregið úr bjartsýni, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Vísitalan hefur nú ekki verið lægri síðan febrúar árið 2010.