*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 23. nóvember 2011 18:49

Stjórnendur Haga fá 300 milljóna króna hlut í félaginu

Þurfa ekki að greiða fyrir hlutinn né borga skatta af honum samkvæmt samkomulagi við Arion.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Lykilstjórnendur Haga sömdu um að fá að eignast hlut í fyrirtækinu sem er virði yfir 300 milljóna króna. Þeir þurfa ekki að greiða fyrir hlutinn, né heldur standa straum af skattgreiðslum, samkvæmt samkomulagi við bankann. Þetta kemur fram á Vísi.is

Lykilstjórnendur smásölurisans Haga, sem rekur m.a. Bónus og Hagkaup, gerðu samkomulag við Arion banka sem tryggir þeim hlut í fyrirtækinu sem er virði yfir 300 milljóna. Samkvæmt samkomulaginu, sem útlistað er í nýjasta árshlutareikningi fyrirtækisins, þurfa stjórnendurnir ekki að greiða neitt fyrir hlutinn né leggja út fyrir skatti af þessum hlunnindum.

Ekki hefur verið upplýst um það, að hálfu bankans, hvaða stjórnendur það eru sem fá þennan hlut frá bankanum. En á meðal þeirra er Finnur Árnason, forstjóri Haga.

Miðað við síðasta viðskiptagengi Haga er virði fyrirtækisins um 13 milljarðar króna. Hlutur stjórnendanna er um 2,5% af því, eða sem nemur ríflega 330 milljónum króna.

Hér má lesa árshlutareikning Haga. 

Stikkorð: Hagar