Samkomulag sem Arion banki gerði við stjórnendur Haga snemma árs 2010 sem tryggði þeim m.a. 5% kauprétt hefur eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst innihaldið einhvers konar klásúlu þar sem tekið var fram að ekki væri hægt að höfða mál gegn þeim vegna fyrri starfa eins og t.d. vegna ákvarðana um fjárfestingu í alveg óskyldum rekstri.

Nýlegt samkomulag þess efnis að þeir eignist 1,4% hlut í Högum án endurgjalds var í reynd gert til þess að leysa Arion banka undan fyrri samningi en umrætt ákvæði er vafalaust virkt og hendur Arion banka því bundnar.

Eldri samningurinn var eins konar nauðasamningur til þess að Arion banki næði stjórn á Högum frá fyrri eigendum.

„Þetta var, eins og við horfðum á það, kostnaðurinn við það að ná stjórnartaumunum í félaginu,“ segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjalausna og fyrirtækjaráðgjafar Arion banka, í samtali við Viðskiptablaðið.

Lesa má nánar um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • „Paul Krugman er gerspilltur maður“
  • Sérstakur saksóknari og leitin að sökudólgunum
  • Skjár Einn tapar næstum fjögur hundruð milljónum
  • Orkuveitan er á kafi í erlendu skuldafeni
  • Lífeyrissjóðirnir sagðir litla ábyrgð á bólunni en eru samt skattpíndir.
  • Framkvæmdastjórinn sem vill að öll fyrirtæki ráði einn af atvinnuleysisskrá
  • Þjóðmál og myndasíður,
  • Bókaútgefendur græða
  • Umfjöllun um Uppsprettuna eftir Ayn Rand, íslenskar blóðsugur, Icesave og yndislegt líf
  • Huginn og Muninn, Týr og Óðinn um Haga
  • Og allt á milli himins og jarðar sem fólk langar til að lesa...