Áhugi er fyrir því innan Haga að slíta samstarfi við 10-11-verslanakeðjuna en hún er með samning við Aðföng, birgða- og dreifingarstöð Haga. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt fréttinni íhuga stjórnendur Haga sin næstu skref í málinu en sumir stjórnenda Haga eru óánægðir með samninginn við 10-11 að sögn Morgunblaðsins. 10-11 var áður í eigu Haga þar til Arion Banki tók yfir Haga og ákvað að aðskilja 10-11 frá öðrum einingum samstæðunnar.