Stjórnendur bandaríska tölvu- og tæknirisans Hewlett-Packard (HP) hafa þurft að grípa til niðurskurðarhnífsins en áformað er segja upp allt að ellefu til sextán þúsund starfsmönnum í hagræðingarskyni í skugga tekjusamdráttar.

Uppsagnirnar bætast við þá 34 þúsund sem hefur verið sagt upp á síðastliðnum tveimur árum.

Fram kemur í uppgjöri HP em birt var í síðustu viku að tekjur fyrirtækisins námu 27,3 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi. Spár greiningaraðila hljóðuðu hins vegar upp á 27,43 milljarða dala. Tekjurnar voru 1% minni nú en í fyrra. Tekjur fyrirtækisins hafa nú skroppið saman í ellefu ársfjórðunga. Hagnaður á hlut var hins vegar í takti  við spár eða 88 sent á hlut.