Millistjórnendur Össurar og Mr. Jos Van Poorten, nýr stjórnandi Evrópudeildar stoðtækjaframleiðandans, hafa fengið afhenta kauprétti sem nema samtals 800 þúsundum hluta í félaginu. Kaupréttir Poorten eru þar af 200 þúsund hlutir en hlutirnir eru fyrst innleysanlegir 8. febrúar árið 2016.

Verð hlutanna er 7,86 danskar krónur á hlut. Tilkynnt var um kaupréttina til kauphallar í þarsíðustu viku. Þeir byggja á kaupréttakerfi sem var innleitt í apríl á síðasta ári. Áður hefur verið greint frá því að Jón Sigurðsson, forstjóri félagsins, og fleiri stjórnendur halda um kauprétti í félaginu.