Hópur stjórnenda innan VBS fjárfestingabanka lengdu gjalddaga kúlulána sem þeir voru með hjá bankanum eftir að hann fékk ríkislán til að starfa áfram til ársins 2017. Lánin áttu öll að vera á gjalddaga mun fyrr.

Með þessu komu umræddir stjórnendur sér undan því að greiða lánin næstu sjö árin, en þau bera öll einn gjalddaga.

Á þeim tíma sem lánin voru flutt var VBS ógjaldfær og því í raun óstarfhæfur. Heildarumfang lána til forstjórans Jóns Þórissonar, lykilstarfsmanna og stjórnarmanna félagsins var um einn milljarður króna í lok árs 2008.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .