Á árinu 2015 nam velta á markaði fyrir samruna og yfirtökur samtals 3.800 milljörðum bandaríkjadala. Þetta er met velta á þessum markaði, en árið sló fyrra met sem var sett árið 2007.

Fjórði fjórðungur ársins var stærstur, en þá var veltan á markaðnum 1.300 milljarðar dala. Þessi velta sló met 2. ársfjórðungs ársins 2007.

Stærsti samruni ársins var samruni Pfizer og Allergan, móðurfyrirtæki Actavi, en hann er metinn á um 160 milljarða dala. Hvati samrunans, sem mun líklega ganga í gegn á þessu ári, er m.a. að gera Pfizer kleift að losa sig við skattalegt heimilisfesti í Bandaríkjunum. Það er gert til að lækka skattgreiðslur en fyrir þessi fyrirtæki gæti það numið milljónum dala. Pfizer er í dag skráð í Bandaríkjunum en Allergan í Dublin í Írlandi. Vegna þeirra skattareglna yrði Allergan tæknilega kaupandinn, jafnvel þótt Pfizer sé töluvert stærri. Markaðsvirði Pfizer er talið vera um 199 milljarðar dala og Allergan um 123 milljarðar dala.

Þrátt fyrir metár þá virðast stjórnendur búast við áframhaldandi virkni á markaðnum. Samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Ernst & Young Global búast 60% af stjórnendum fyrirtækja við að fara í samruna eða yfirtöku á árinu. Árið áðurgerðu 40% stjórnenda ráð fyrir því að fara í samruna eða yfirtöku á árinu.

Einnig búast 83% stjórnenda við því að markaðurinn fyrir samruna og yfirtökur mun styrkjast á næstu 12 mánuðum, en hlutfallið var 60% árið áður.