Erlent útgáfufélag sem ætlaði að kaupa danska útgáfufélagi Hr. Ferdinand, sem hefur verið í eigu hjónanna Snæbjarnar Arngrímssonar og Susanne Torpe hætti við það eftir stjórnarfund. Samningum um kaupin lauk í apríl síðastliðnum þegar hjónin samþykktu að eigin sögn gott tilboð í félagið að því er fram kemur í Morgunblaðinu .

„Stjórn forlagsins erlenda hélt fund um kaupin og komst að þeirri niðurstöðu að þeir væru bara alls ekki tilbúnir að far ainn í Danmörku,“ segir Snæbjörn. „Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir okkur. Þarna var ég kominn með hugann út úr bransanum og við hugsuðum okkar ráð.

Við ákváðum að hringja í Politiken sem höfðu áður sýnt áhuga á að kaupa okkur og spurðum hvort þau hefðu áhuga núna og þau sögðu að það kæmi nú aldeilis vel til greina. Við ræddumst við fram í júlí og náðum þá saman. Verðið er trúnaðarmál en við fengum það sem við vildum.“