Arnar Sigurðsson hlaut aðeins 13 atkvæði og Hjalti Baldursson 25 atkvæði á aðalfundi Samtaka fjárfesta sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fyrri stjórn var endurkjörin með miklum meirihluta atkvæða. Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri samtakanna, og Rúna Hauksdóttir, hlutu hvort um sig 82 atkvæði, Bolli Héðinsson, formaður stjórnar hlaut 80 atkvæði, Soffía Hilmarsdóttir fékk 81 atkvæði og Halldór Þór Halldórsson 73 atkvæði.

Vilhjálmur sagði í samtali við vb.is í gær vafaatkvæði hvort eitt framboð væri gilt.