*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Erlent 19. desember 2020 17:02

Stjórnin styður Diess

Stjórn bílaframleiðandans Volkswagen hefur lýst stuðningi við áherslu forstjórans á framleiðslu rafbíla.

Ritstjórn
Herbert Diess, forstjóri Volkswagen.
epa

Stærstu hluthafar þýska bílaframleiðandans Volkswagen, auk fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar, hafa lýst yfir stuðningi við stefnubreytingu forstjórans Herbert Diess sem felur í sér að einblínt verði á framleiðslu rafbíla. WSJ greinir frá. 

Nokkur innanbúðarátök hafa átt sér stað innan Volkswagen og olli hraði fyrrnefndra breytinga mótstöðu af hálfu verkalýðshreyfingarinnar, sem þýskum lögum samkvæmt, skipar helming sæta í stjórn félagsins.

„Hann hefur stuðning allra stjórnarmanna," hefur WSJ eftir Hiltrud Werner, sem situr í stjórn Volkswagen.

Bílaframleiðendur víða um heim hafa tekið álíka stefnu og Volkswagen, þar sem mikið púður hefur verið sett á heimsvísu í að minnka kolefnisútblástur vegna umhverfissjónarmiða.

Stikkorð: Volkswagen rafbílar