Laganefnd Lögmannafélag Íslands gerir ítrekaðar og alvarlegar athugasemdir við frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í umsögn sem nefndin vann fyrir stjórn félagsins. Segir laganefndin að frumvarpið þarfnist þónokkurrar endurskoðunar við og að nefndin geti því ekki mælt með því að tillögur ráðsins verði samþykktar í óbreyttri mynd.

Í umsögn nefndarinnar eru tekin fyrir ákveðin ákvæði í frumvarpinu, þau borin saman við gildandi ákvæði í stjórnarskránni og umsögn gefin. Ítrekað segir í umsögninni að tiltekin ákvæði séu óljós eða þarfnist frekari skýringar við og í ákveðnum tilfellum er efast um að ákvæðin tryggi nægilega þau réttindi sem þeim er ætlað að verja. Þá sé í mörgum tilfellum alls óljóst hvaða skyldur frumvarpið leggi á ríkið í ákveðnum málum og að hugsanlega muni það leiða til mun meiri útgjalda fyrir ríkið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.