Kosningabaráttan er senn á enda og hefur á ýmsu gengið í henni. Í fjölmiðlum hafa helstu leiðarstefin verið skoðanakannanir, skuldaútþurrkunarleið Framsóknarflokksins og uppreisn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.

Af fréttaflutningi undanfarinna þriggja vikna (aðeins eru sýndir flokkar, sem áttu fréttir alla dagana) er þó vart að merkja að framsóknarmenn séu efstir í skoðanakönnunum. Á hinn bóginn má vel greina lausn Bjarna. Mestu tíðindin eru þó þau að Samfylkingin hefur átt flestar fréttir þessar þrjár vikur, án þess að hún hafi í raun verið í miðju atburðarásarinnar.