Stjórnstöð ferðamála hefur hleypt af stokkunum nýjum vef, þar sem gerð er grein fyrir stöðu allra þeirra verkefna sem Stjórnstöðin vinnur að.

Megin tilgangur vefsins er að miðla upplýsingum er varða samhæfingu leiða og aðgerða sem stuðla að framgangi sjö áhersluþátta í starfsemi Stjórnstöðvarinnar 2015-2020 og fjallað er um í Vegvísi ferðaþjónustunnar. Staða þeirra verður uppfærð í samræmi við framvinduna og nýjum aðgerðum bætt við þegar þær hefjast.

Tilkynnt var um stofnun Stjórnstöðvar ferðamála í október. Hörður Þórhallsson, sem áður starfaði hjá Actavis, er framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar.