Stjórnstöð ferðamála, sem tók til starfa í október síðastliðnum, hefur meðal annars það hlutverk samhæfa aðgerðir, einfalda ákvörðunarferli og útrýma flækjustigi.

Hér sést hvernig ferðaþjónustan er inni á borði allra ráðuneyta og sveitarfélaga:

  • Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ber ábyrgð á ferðaþjónustu sem atvinnugrein, sem og aðgerðum til að stuðla að almennum úrbótum og uppbyggingu á ferðamannastöðum.
  • Umhverfis- og auðlindaráðherra ber m.a. ábyrgð á úrbótum og uppbyggingu á aðstöðu til móttöku ferðamanna í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum.
  • Forsætisráðherra ber ábyrgð á Þingvallaþjóðgarði og þjóðlendum.
  • Innanríkisráðherra ber ábyrgð á samgöngum, löggæslu og öryggismálum.
  • Mennta- og menningarmálaráðherra ber ábyrgð á menntun innan starfsgreina.
  • Heilbrigðisráðherra ber ábyrgð á heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. þeirri sem erlendum ferðamönnum er veitt.
  • Fjármála- og efnahagsráðherra ber ábyrgð á tekjuöflun ríkisins og skattaumhverfi greinarinnar svo að dæmi séu tekin.
  • Sveitarfélögin bæði eiga ferðamannastaði eða hafa í sinni umsjón. Auk þess fara sveitarfélögin með skipulagsvaldið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .