Stjörnublikk ehf. í Kópavogi hefur keypt fyrirtækið Timbur og stál og starfsemi Timburs og stáls verður sameinuð rekstri Stjörnublikks.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnublikk.

Þar segir Finnbogi Geirsson, forstjóri Stjörnublikks að í þessu felist bæði veruleg samlegð og hagræðing.

Í tilkynningunni kemur fram að Timbur og stál er gamalgróið fyrirtæki, hefur starfað í hálfan fjórða áratug. Fyrirtækið  hefur flutt inn og framleitt meðal annars bárujárn og járnbindimottur.

Þá kemur fram að MEST ehf. keypti Timbur og stál í fyrra en hefur nú verið skipt upp.   Stjörnublikk ehf var stofnað árið 1990. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns að fjölbreyttum verkefnum, meðal annars smíði og uppsetningu loftræstikerfa, einangrun og klæðningu gufu- og frystilagna, auk almennrar blikksmíði.