*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 2. október 2013 19:13

Stjörnukokkur eldar í Perlunni

Íslendingum gefst kostur á að snæða kvöldverð sem matreiddur er af Philippe Girardon. Hann hefur hlotið Michelinstjörnuna.

Ritstjórn
Kvöldverðurinn verður í Perlunni.

Íslendingum gefst kostur á að snæða málsverð sem matreiddur er af franska Michelinstjörnu kokknum Philippe Girardon á föstudaginn. Giardon kemur sérstaklega til landsins til að elda fyrir gesti á hátíðarkvöldverði Fransk-íslenska viðskiptaráðsins í Perlunni.

„Þetta er náttúrlega bara svona hluti af menningarsamskiptum Íslands og Frakklands. Við borðum ógrynni af frönskum mat og drekkum ógrynni af frönsku víni, þannig að þetta er bara hluti af þessum menningartengslum sem verið er að byggja upp,“ segir Magnús Árni Skúlason, einn þeirra sem kemur að því að skipuleggja atburðinn. 

Margt góðra gesta verður á kvöldverðinum. Heiðursgestur verður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem mun fjalla um nýtt fjárlagafrumvarp , stefnu ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum og fyrirhugaðar aðgerðir. Auk ráðherra flytja Marc Bouteiller sendiherra Frakka á Íslandi og Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi ávörp.

Hér má lesa meira um atburðinn.