Wall Street Journal fjallar um stjórnunarstíl Elon Musk í sjónvarpsfrétt. Blaðið ræðir við fjölmarga samstarfsmenn sem lýsa samstarfinu við Musk.

Musk vinnur langa vinnudaga, um 80-100 klukkustundir á viku og gerir allt til að verkefni sín gangi upp. Hann hefur sofið á skrifstofum Twitter þegar dagarnir eru langir, rétt eins og hjá Tesla.

Þegar Tesla átti í gríðarlegum erfiðleikum stuttu eftir hrun er Musk sagður hafa sett megnið af peningunum sínum í fyrirtækið og þegar vantaði aur fyrir viðskiptakostnaði notaði hann sitt eigið kreditkort.