Kvikmyndastjörnur og tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðrir forkólfar viðskiptum og afþreyingu geyma fjármuni sína fjarri augum yfirvalda í ýmsum skattaskjólum. Breska dagblaðið Guardian ljóstraði því upp í vikunni í samstarfi við blaðamannahópinn International Consortium of Investigative Journalists að á meðal þeirra sem eiga fé fjarri augum skattmanns séu stjörnur á borð við Mel Gibson, stórsöngvarann Placido Domingo og Mark Knopfler úr Dire Straits.

Fram kemur í umfjöllun breska dagblaðsins Guardian að ýmsar ástæður eru fyrir því að stjörnurnar eiga fé í skattaskjólum. Það hafi fjármálafyrirtæki m.a. gert fyrir þær auk þess sem hluti fjárins eru sjóðir sem þær ætla fyrir fyrrverandi maka sína og börn, eins og í tilviki Mel Gibsons.