Stjörnurnar í Hollywood hafa ákveðið að sniðganga Beverly Hills hótelið, eitt vinsælasta hótelið í Hollywood. Ástæðan er sú að hótelið er í eigu ríkissjóðs Brunei. Ríkisstjórnin í Brunei hefur ákveðið að taka upp dauðarefsingu við samkynhneigð og þessu mótmæla stjörnurnar

Sjónvarpsþáttastjörnurnar Jay Leno og Ellen DeGeneres eru á meðal þeirra sem hafa ákveðið að sniðganga Beverly Hills hótelið og önnur hótel sem eru í eigu Brunei.

Soldánin í Brunei, Hassanal Bolkiah, tilkynnti um refisaðgerðir gegn samkynhneigðum í síðustu viku. Þeir sem gerast sekir um samkynhneigð verða grýttir til bana samkvæmt nýju reglunum.

BBC greindi frá.