Vala Valtýsdóttir, sviðstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, segir að íslensk stjórnvöld hafi verið duglega að finna matarholur þegar kemur að skattlagningu. Um áramótin hefðu verið gerðar yfir hundrað efnisbreytingar á skattalögunum, sem sé umfangsmikil breyting frá fyrri lögum. Fór hún yfir þróunina á skattadegi Deloitte, sem haldinn var á GrandHótel í morgun.

Vala sagði að fleiri tillögur um skatta væru á borðum stjórnvalda og boðuð væri breyting á gistináttagjaldi. Velti hún fyrir sér hvort fleiri matarholum væri til að dreifa.

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sagði í lok sinnar ræðu að þörf væri á samráði hagsmunaaðila þegar kæmi að skattalöggjöfinni. Fagnaði hann því ummælum fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, að athugasemdir um framkvæmd skattastefnunnar hefðu verið teknar til greina og vonaði að yrði í meira mæli í framtíðinni.