Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna notkunar á reykingavarnarlyfinu Cantix. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að lyfið geti valdið þunglyndi og jafnvel sjálfsmorðshugleiðingum.

Lyfjafyrirtækið Pfizer sem framleiðir lyfið hefur þegar gripið til þess að setja varnaðarorð á pakkningar lyfsins en reiknað er með að sala þess eigi eftir að dragast verulega saman vegna yfirlýsingar stofnunarinnar. Sala á Chantix nam 280 milljónum Bandaríkjadal á þremur síðust mánuðum 2007.

Talsmaður Matvæla og lyfjastofnunarinnar segir að stofnuninni viti af rúmlega 500 tilfellum um þunglynd í kjölfar notkunar á lyfinu og að hún telji 30 manns hafi stytt sér aldur eftir að hafa notað lyfið.