Stjórnvöld í Bretlandi munu fá aðgang að netleitarsögu auk aðgerða á samfélagsmiðlum hjá einstaklingum samkvæmt nýju frumvarpi. The Telegraph greinir frá.

Samkvæmt frumvarpinu, sem verður lagt fyrir þingið í vikunni, munu tæknifyrirtæki þurfa að geyma gögn um heimsóttar heimasíður og smáforrit sem viðskiptavinir hafa sótt í að lágmarki 12 mánuði. Gert er ráð fyrir að gögnin verði aðallega aðgengileg löggæsluyfirvöldum til að koma í veg fyrir hryðjuverk, og þá munu þau þurfa leitarheimild til þess að skoða gögnin.

David Davis, þingmaður bresta Íhaldsflokksins hefur gagnrýnt frumvarpið og sagt að aðgangur að upplýsingunum væri hætturlegur og gæti leitt til misnotkunar.