China Mobile og Mitsui & Co leiddu lækkun hlutabréfa í Asíu í dag. Lækkunin kom í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda í Kína um að bankar skuli draga úr útlánum og minnka þannig þenslu og kæla niður hagkerfið.

China Mobile ásamt Iðnaðar og verslunarbanka Kína lækkuðu um þriðjung á markaði í Hong Kong, þriðja daginn í röð, og verð á hlut í Mitsubishi og Mitsui hefur ekki verið lægri í tvo mánuði á markaði í Tókýó.

Almennt lækkuðu vísitölur í Asíu í dag.

Morgan Stanley Capital International Asia Pacific lækkaði um 0.5% í Tókýó. Nikkei 225 í Tókýó lækkaði um 07%. Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 0,6% og CSI 300 í Kína um 0,3%.

S&P/ASX 200 í Ástralíu hækkaði um 1,1%.

Spár um efnahagsvöxt og verðbólgu hafa verið hækkaðar í Singapúr. Þensla í fjármálastarfsemi þar hefur verið mikil og í framhaldi af því hefur verð á fasteignun og hlutabréfum í bönkum hækkað mikið.

Talið er að vöxtur efnahagsins í suðaustur Asíu verði 6,5% á næsta ári en ekki 6% eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir.