Vitor Gaspar, fjármálaráðherra Portúgal, boðaði í dag brýndi niðurskurðarhnífinn í dag og boðaði nýjar áætlanir í ríkisfjármálum sem eiga að koma landinu á réttan kjöl í skugga skuldakreppunnar. Landsmenn tóku ekki vel í aðgerðirnar og úthúðuðu stjórnvöldum í höfuðborginni Lissabon.

Á meðal þess sem Gaspar boðaði var hækkun á tekjuskatti úr 9,8% í 11,8% og afnám skattþrepa.

Eins og breska dagblaðið Guardian lýsir málinu þá eru ekki efnilegar aðstæður í Portúgal um þessar mundir. Gert er ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 1% á næsta ári og að atvinnuleysi fari upp í 16,4% á sama tíma. Þetta er talsvert yfir meðaltalinu á evrusvæðinu sem mælist 11,4%.