Svissneskir kjósendur hafa safnað nægum fjölda undirskrifta til þess að hrinda af stað þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort íbúum Sviss verði tryggður réttur til notkunar reiðufjár í stjórnarskrá. Svissnesk lög gera nú þegar ráð fyrir rétti til þess að reiðufé sé gjaldgengt í viðskiptum. Þar að auki er lögbundin skylda til að nægt framboð sé af reiðufé í landinu. Bloomberg greinir frá.

Þjóðaratkvæðagreiðslan er ailn viðbrögð Svisslendinga við aukinni notkun stafrænna gjaldmiðla. Hvergi á byggðu bóli er notkun reiðufjár eins útbreidd og í Sviss, en meðalreiðufjáreign íbúa er sviss jafngildir 11.800 bandaríkjadölum. Til samanburðar á hver Svíi að meðaltali jafnvirði 652 bandaríkjadala í reiðufé.

Drög að stjórnarskrárbreytingum eiga að liggja fyrir í lok ágúst, en ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Bann við notkun reiðufjár til skoðunar hérlendis

Starfshópur á vegum fjármálaráðherra lagði nýverið til að notkun reiðufjár verði bönnuð í viðskiptum fyrirtækja sín á milli hérlendis. Töluvert er um að tilhæfulausir reikningar séu gefnir út í því skyni að svíkja undan skatti, samkvæmt starfshópnum. Þá lagði Benedikt Jóhannesson, fyrrum fjármálaráðherra, á sínum tíma til bann við því að laun yrðu greidd út með reiðufé.