Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við stjórnvöld í Japan um útflutning á hvalkjöti á Japansmarkað, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Japanir hafa gefið til kynna að ekki verði tekið á móti hvalkjöti frá Íslendingum, en heimildamenn Viðskiptablaðsins segja að þjóðirnar eigi nú í viðræðum, sem í raun hafa staðið yfir um nokkurt skeið.

Kristján Loftsson, sem stýrir hvalveiðifyrirtækinu Hval, hefur sagt í fjölmiðlum að hann er fullviss um að hægt sé að selja kjötið.