Formenn ríkisstjórnarflokkanna og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands eru nú komnir saman í stjórnarráðinu. Þar verður endanlega farið yfir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum.

Eftir fundinn hyggjast þau Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, upplýsa um innihald tillagna stjórnvalda.