Stjórnvöld í Singapúr hafa ákveðið að grípa til aðgerða á fasteignamarkaði í því skyni að hemja miklar hækkanir á fasteignaverði. Þrátt fyrir veikan efnahag og aðgerðir stjórnvalda til þess að draga úr hækkunum hefur verið sífellt leitað upp á við.

BBC greinir frá málinu og segir að markaðsvirði helstu fasteignafélaga landsins hafi lækkað um 6 til 7,5% eftir tilkynningu um ákvörðun stjórnvalda.

Stjórnvöld munu leggja hærri skatta á húsnæðismarkaðinn og meðal annars munu erlendir aðilar og fyrirtæki þurfa að greiða 15% stimpilgjöld í stað 10% áður. Þá mun seljandi í fyrsta sinn þurfa að greiða stimpilgjöld sem nema á bilinu 5 til 15 prósent. Það gildir þó aðeins um seljendur iðnaðarhúsnæðis sem selt er á innan við þremur árum eftir kaup.

Mikið fjármagn hefur leitað til Asíu frá Evrópu og Bandaríkjunum á undanförnum árum. Verð hefur því hækkað og húsnæðisverð á mörgum stöðum orðið svo hátt að íbúar á svæðinu hafa ekki lengur efni á að búa þar.