Stjórnvöld ætla að leggja tímabundinn eignaskatt á lífeyrissjóði í tvö ár til þess að fjármagna vaxtaniðurgreiðslur. Áætlað er að hann skili 2,8 milljarða krónum í ríkissjóð til viðbótar við nýjan fjársýsluskatt.

Til stóð að leggja eignaskatt á lífeyrissjóðina í sumar en horfið var frá því.

Skatturinn er lagður á til þess að fjármagna hlut lífeyrissjóða af sérstökum vaxtaniðurgreiðslum. Hluti af aðgerðum stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða og bankanna gegn skuldavanda heimilanna, sem samþykktar voru í desember í fyrra, fela í sér að greiða sérstakar vaxtaniðurgreiðslur til heimila landsins á árunum 2011 og 2012.

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir í samtali við Viðskiptablaðið sem kom út í dag, óttast að skatturinn komi til að vera.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.