Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir fulla ástæðu fyrir stjórnvöld og Alþingi að meta í sameiningu hvort sækja eigi skaðabótamál á hendur Bretum fyrir að beita hryðjuverkalögum gegn íslenskum fyrirtækjum haustið 2008.

Jóhanna sagði skýrslu um beinan kostnað af beitingu hryðjuverkalaganna hafa verið rædda á ríkisstjórnarfundi í morgun í samtali við mbl.is. Jóhanna sagði að fundinum loknum að lögfræðingahópur á vegum forsætis- og fjármálaráðuneytanna myndi meta stöðuna.