Stjórnvöld eru sögð viðræðum við erlenda aðila um aðstoð vegna fjármálakreppunnar sem nú stendur yfir og hefur m.a. leitt til þjóðnýtingar Glitnis og lausafjárskorts.

Bloomberg fréttaveitan segir frá hugsanlegum björgunarpakka sem hljóði upp á 10 milljarða evra frá norrænum seðlabönkum og lífeyrissjóðunum. Seðlabanki Íslands hafi þó ekki staðfest þær fregnir.

Bloomberg segir frá því að krónan hafi fallið um 20% gagnvart evru á síðastliðnum mánuði. Fjárfestar losi sig við krónur í auknum mæli m.a. vegna óvissu um stöðu bankanna. Stjórnvöld þurfi því hugsanlega að bjarga hinum bönkunum eftir að hafa eytt um 600 milljónum evra í 75% hlut í Glitni á dögunum.

Bloomberg segir einnig að búast megi við óvenjulegum verðbreytingum á Kaupþingi, Komplett, Nobia og Roskilde, á norrænum mörkuðum í dag.