Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna og seðlabankinn þar í landi hafa gert opinbert hvað gert verður til að bjarga Fannie Mae og Freddie Mac. Freddie Mac hefur sölu á skammtíma skuldabréfum að andvirði þriggja milljarða Bandaríkjadala á morgun og nýtur góðs af því að fyrir liggur hvað gert verður áður en sú sala hefst.

Meðal þeirra aðgerða sem gripið er til er að auka aðgengi fjárfestingalánasjóðanna að lánsfé, en Henry Paulson fjármálaráðherra mun ákveða hvaða upphæð verður á lánalínum Freddie og Fannie. Sem stendur er sú upphæð 2,25 milljarðar dala á hvorn sjóð.

Auk þess mun fjármálaráðuneytið getað keypt hluti í sjóðunum ef til þarf til að tryggja þeim fjármagn. Einnig fá Freddie og Fannie betri vaxtakjör en áður.