Vinna við byggingu 14 hæða viðbyggingar við Grand hótel Reykjavík er hafin. Byggingin samanstendur af kjallara, 12 fullum hæðum, inndreginni hæð og hæð sem skilur húsin í tvær einingar.

Gert er ráð fyrir nýjum aðalinnangi, gestamóttöku sem tengist yfirbyggðum innigarði, þjónusturýmum í kjallara og á fyrstu hæð, hótelherbergjum á 1. til 13. hæð og tæknirýmum á efstu hæð.

Í byggingunni verða 212 herbergi. Þann 23. september var fyrsta skóflustungan tekin og hófust framkvæmdir í beinu framhaldi. Verklok eru áætluð í mars 2007. Það eru Íslenskir aðalverktakar sem byggja.